1. Almenn ákvæði

1.1  Persónuverndarstefna okkar er byggð á hinni nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf sem kom til framkvæmda í Evrópu 25. maí 2018. Lögin voru innleidd á Íslandi með lögum nr. 90/2018.  Persónuverndarstefnan nær yfir allar persónulegar upplýsingar sem okkur berast við notkun viðskiptavina á vefsíðu Voke3 á Íslandi ehf,  www.voke3.is sem stjórnað er af UAB Voke-III,  kt. 120959622,  heimilisfang,  Piliakalnio str.70, Nemenčinė, District of Vilnius (UAB Vokė - III) með rafrænum samskiptum við kaup á innréttingum eða með öðrum samningum við fyrirtækið.
1.2 Voke3 á Íslandi ehf virðir einkalíf og persónuvernd viðskiptavina sinna.  Hvernig og hvenær Voke3 á Íslandi notar og vinnur úr viðeigandi persónuupplýsingum byggir á þeim tilgangi og lagagrundvelli sem Persónuvernd segir til um.

 

2.  Tilgangur gagnavinnslu Voke3 á Íslandi ehf

2.1. Gerð og framkvæmd samninga, stýring á gagnagrunni um viðskiptavini, þar með talin umsjón með kvörtunum og fyrirspurnum viðskiptavina, greiðslumat viðskiptavina, útlánaumsjón,  og annað sem tengist innri stjórnun.

 

3. Lagalegur grundvöllur fyrir gagnasöfnun

3.1  Voke3 á Íslandi má einungis safna upplýsingum innan takmarkana og túlkunar sem Persónuvernd setur og þar með talin sá lagalegi grundvöllur samningsgerðar í tengslum við kaup á innréttingum eða aðra samninga sem gerðir eru við Voke3 á Íslandi ehf.  Voke3 á Íslandi ehf getur ef þörf er á notað persónuupplýsingar þínar til uppfylla lagaleg stjórnsýslufyrirmæli og/eða veita svör við lögmætum fyrirspurnum ríkis eða sveitarfélaga eða á forsendum löglegrar meðferðar sem staðfest eru með löggerningum.

 

4. Úrvinnsla fyrirspurna

4.1. Við notum og vinnum úr gögnum  (nafn, netfang, símanúmer og texta skilaboða) í þeim tilgangi að stjórna og svara fyrirspurnum á grundvelli samþykkis þíns sem gefið er með því að slá inn persónulegar upplýsingar og skilaboð á vefsíðu www.voke3.is í „Hafa samband“ eða „Spurt um tiltekna  vöru“.  Ef ekki eru lögð fram umrædd gögn mun Voke3 á Íslandi ekki geta svarað fyrirspurn þinni.

 

5. Persónuupplýsingar umsækjenda

5.1. Unnið er úr persónuupplýsingum umsækjenda sem hafa sent ferilskrá sína beint til okkar með tölvupósti eða í gegnum atvinnugáttir eða sent þær í gegnum vefsíðuna okkar, www.voke3.is (nafn , netfang, ferilskrá, kynningarbréf, stöðu og önnur framlögð gögn) í þeim tilgangi að skima umsækjendur. Við vinnum úr  persónuupplýsingum umsækjenda á grundvelli samþykkis.

5.2. Við skimun á umsækjendum vinnum við aðeins úr persónuupplýsingum sem tengjast hæfni umsækjenda, faglegri færni og viðeigandi eiginleikum. Við söfnum ekki eða vinnum úr viðkvæmum persónuupplýsingum um umsækjendur.

 

6. Hversu lengi eru gögn varðveitt

6.1  Voke3 á Íslandi ehf varðveitir persónuupplýsingar aðeins í samræmi við tilgang þeirra og eðli máls og úrvinnslu hverju sinni.  Ef löggerningar eru þess eðlis að þeir kveða á um lengri varðveislu þá er slíkt heimilt.  Persónuupplýsingar eru  geymdar svo lengi sem eðlilegar kröfur geta risið á grundvelli samninga/viðskipta og nauðsynlegt er til að vernda lögmæta hagsmuni Voke3 á Íslandi.

Við geymum persónuupplýsingar umsækjenda fyrir laus störf þar til ráðningarferli er lokið. Samþykki umsækjanda er forsenda fyrir því að  geyma gögn í lengri tíma.

Gögn varðandi fyrirspurnir þínar eru geymdar þar til viðeigandi svör eru lögð fram og í allt að 1 ár eftir viðtal.

Persónuupplýsingum, sem ekki eru lengur nauðsynlegar, skal eytt.

 

7. Um Gagnaflutningar

7.1. Eftirfarandi aðilum gætu verið afhent persónuupplýsingar þínar:
7.1.1 Þriðja aðila sem sér um afhendingu, uppsetningu eða veitir aðra þjónustu sem tengist framkvæmd pöntunar þinnar;
7.1.2 Fyrirtæki sem sérhæfa sig í innheimtu útistandandi skulda
7.1.3 Dómstólar, löggæsla eða ríkisstofnanir upp að því marki sem kveðið er á um í lögum um persónuvernd;
7.1.4 Aðrir aðilar, sem með samþykki þínu, ef slíkt samþykki fæst vegna sértækra aðstæðna eða eðli máls.

 

8. Vafrakökur

8.1. Vefsíðan www.voke3.is kann að setja vafrakökur í tölvuna þína. Notkun á vafrakökum er þekkt aðferð til að safna ákveðnum grunnupplýsingum um tölvunotkun þína, til dæmis upplýsingar um hversu oft þú heimsækir vefsíðu okkar og hvað er skoðað. Engar persónulegar upplýsingar eru í umræddum gögnum, en ef þú veitir okkur slíkar upplýsingar, til dæmis með því að skrá þig á vefsíðu okkar, getur verið vísað til tilgreindra gagna. Þú getur valið hvort þú samþykkir eða hafnar vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja sjálfkrafa vafrakökur, en þó er hægt að breyta vafrastillingum þínum til að hafna vafrakökum eða fá tilkynningu um notkun vafrakakna. Lestu leiðbeiningar vafrans eða lærðu meira um þessar aðgerðir. Ef þú velur að hafna vafrakökum, er sá möguleiki fyrir hendi að þú getir ekki notað gagnvirka eiginleika þessarar eða annarrar vefsíðu.

 

9. Gagnavernd

9.1 Voke3 á Íslandi ehf vinnur eftir kröfum og vinnureglum sem gerðar eru til ábyrgðaraðila um verndun persónuupplýsinga og settur eru fram í lögum nr. 90/2018 og hinni nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf sem kom til framkvæmda í Evrópu 25. maí 2018.
9.2  Voke3 á Íslandi ehf byggir upp ferla og skipulag til að tryggja verndun persónuupplýsinga vegna óviljandi eða ólöglegri eyðingu þeirra, breytingu, óheimilli birtingu eða öðrum ólögmætum aðgerðum.

 

10. Réttindi þín

10.1. Þú hefur eftirfarandi réttindi varðandi persónuupplýsingar þínar:
10.1.1 Að biðja Voke3 á Íslandi um að veita aðgang að gögnum þínum og leiðrétta eða eyða þeim, eða takmarka vinnslu slíkra gagna;
10.1.2 Rétt til að andmæla úrvinnslu gagna um þig.
10.1.3 Rétt til að fá persónulegar upplýsingar þínar á skipulögðu, algengu og véllæsilegu sniði (réttur til gagnaflutnings);
10.1.4 Rétt til að afturkalla samþykki;
10.1.5 Rétt til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar.is
10.2. Þú getur nýtt þér þessi réttindi með því að hafa samband við Voke3 á Íslandi með tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með skráðum pósti.

 

11. Gildistími og breytingar

11.1. Þessi persónuverndarstefna gildir frá 25. maí 2018. Ef við breytum þessari persónuverndarstefnu munum við birta uppfærða útgáfu hennar á vefsíðu okkar www.voke3.is. Breytingarnar og/eða viðbætur við persónuverndarstefnuna öðlast gildi eftir að þær eru birtar á vefsíðu okkar, www.voke3.is.
11.2. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi ákvæði þessarar stefnu, vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti, eða sendu okkur póst á heimilsifang okkar sem tilgreint er í ákvæði 10.2 hér að framan.

 

12. Lokaákvæði

12.1. Þessi persónuverndarákvæði eru háð lögum sem voru innleidd á Íslandi með lögum nr. 90/2018 . Öllum deilum sem stafa af framkvæmd þessara ákvæða skal skera úr um með samningsviðræðum. Ef samkomulag næst ekki á grundvelli samningaviðræðna skal  deilum lokið samkvæmt þeim verklagsreglum sem settar eru með lögum hins íslenska lýðveldis. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessi persónuverndarákvæði, vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.