Uppbygging vefsíðunnar og innihald hennar byggir á hefðbundinni notkun á vafrakökum og annarri tækni. Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna hér.

Er viðfangsefnið val á innréttingum fyrir nýja heimilið eða er um að ræða endunnýjun á gömlu innréttingunni. 

Við undirbúning vegna nýrrar innréttingar kvikna margar spurningar varðandi efnisval.  Voke3 býður upp á mismunandi útfærslur á eldhúsinnréttingum sem notið hafa vinsælda viðskiptavina okkar og þeir hafa sannreynt gæðin.  Val á innréttingu og stíl þarf alltaf að taka mið af þeim stíl og því því rými sem er til staðar.

Þessum upplýsingum er ætlað hjálpa þér við ákvarðanatöku varðandi þitt draumaheimili.

Í efniskostnaðinum liggur stærsti hluti kostnað við eldhúsinnréttingar.   Þar af leiðandi mælum við með því þú vandir þig við val á efni út frá mörgum þáttum.  Þú þarft að að tryggja að innréttingin passi við valin húsgögn og sé hagnýt en einungis hönnunardrifin lausn. Þetta mun draga upp skýrari mynd af því sem vert er að fjárfesta í og hvar væri skynsamlegra að velja einfaldari kosti. Fyrst af öllu viljum við nota tækifærið og kynna þau efni sem notuð eru við framleiðslu á innréttingunum okkar.

LMDP plötur er búnar til með því að þrýsta tréflísum saman og plasthúð sett yfir undir þrýstingi. Innréttingar sem búnar eru til úr þessum plötum eru mjög sterkar. Þetta er efni í miklum gæðum en samt hagkvæmur valkostur og útfærslur í áferð eru fjölbreyttar.  Nokkur dæmi eru sýnd í „Mikrolainas“ eldhúsinnréttingunni.  í þessari vörulínu er 18 mm LMDP (plasthúðuð spónaplata) með 2 mm PVC límborða á brúnunum.

MDF – plata (sk. gufusoðið trefjabretti) er máluð trefjaplata  er búin til úr meðalþéttum trefjum og bindiefnum. Þær eru einfaldir í vinnslu og það eru engin takmörk hvað varðar litaval, til viðbótar við úrval tiltækra fyllingarmöguleika. Með fræsingu á plötunum er hægt að búa til einstakan stíl og sérstöðu. Þetta er vinsæll valkostur, sem lítur vel út á innréttingum eins og „Peach“ eða „Retro“.

MDF eru trefjaplötur, með nýrri tækni varðandi plasthúðun með heitu lofti eru samskeyti nánast ósýnileg.  Plötur sem meðhöndlaðar eru með þessari aðferð þola raka, það er auðvelt að þrífa þær og liturinn dofnar ekki.  Úrval af möttu eða glansandi yfirborðsmöguleikum í boði. Dæmi um húsgögn úr þessum plötum eru sýnd í „Mint“ innréttingunni.

MDP húðaðar plötur eru búnar til úr viðartrefjum og spónlagðar náttúrulegum við. Þetta gefur tilfinningu um náttúrulega viðaráferð og mynstur. Brúnir plötunnar eru þaktar með 2mm náttúrulegum viðarspón. Þessi húsgagnategund er sýnd í „Mix“ innréttingunni.

Innréttingar úr gegnheilum viði eru oftast úr náttúrulegri eik, ask eða svörtum elri við. Þessar innréttingar eru endingargóðar og umhverfisvænar. Liturinn getur verið náttúrulegur, þ.e.a.s. lakkaður viður, eða hann gæti verið málaður en viðarmynstrið er alltaf best.   Skápaumgjörðin gæti verið úr gegnheilum viði en yfirborðið úr MDF trefjaplötum. Þetta er sterkt en lúxus.  Við notum gegnheilan við til að búa til „Pomegranate“ innréttinguna.

Við höfum nú kynnt kosti hvers efnis, sem vert er að hafa í huga þegar innréttingar eru valdar. Fagmenn okkar geta svarað fleiri spurningum og veitt þér frekari aðstoð við efnisval.

 

Um borðplötur

Eftir umfjöllun um skápahurðir og skúffueiningar hér að ofan skoðum við borðplötur.  Borðplötur eru settar undir ítarlegri staðla um notagildi og eðlisleika en framhliðarnar.  Borðplötur þurfa að þola alls konar vökva,  við setjum sjóðheit áhöld á þau, gleymum skurðarbrettinu og skerum beint á borðplötunni svo eitthvað sé nefnt.  Krafan er ætíð sú að borðplötur feli í sér endingu og aðlaðandi hönnun, því rétt valin borðplata mun skapa fullkominn og óaðfinnanlegan stíl.  Sumir kjósa að hafa borðplötuna í sama litatón og innréttingin en aðrir velja andstæður hvoru tveggja gengur.  Hönnunarlega séð þá er borðplatan mikilvægur þáttur í samþætta allt rýmið og endurspegla snyrtimennsku og gott skipulag. Við munum halda áfram að koma tillögur um hvernig á að velja borðplötur.

Borðplötur úr graníti er glæsilegur og varanlegur kostur. Þær eru hagnýtar og endast í áratugi án útlitsbreytinga, enda mjög rakaþolnar. Eðli graníts tryggir að engin borðplata er eins og skapar því glæsilegt og nútímalegt yfirbragð. Frá náttúrunnar hendi er granítið til í ýmsum litaafbrigðum. Valkostir eru um mismunandi gljástig og liti frá ljósu graníti í dökka liti og jafnvel svarta. Þannig verður glæsileg borðplata úr graníti  hápunkturinn í gæðum glæsilegrar innréttingar og þessi fjárfesting er alltaf góð viðkomu við snertingu. Valkostirnir eru margir þegar kemur að því að velja borðplötu úr graníti því hún gengur við svo margar útfærslur innréttinga.  Okkar granít er samsett úr granítdufti með sérstökum bindiefnum.

Fjölþættur Dura-steinn er samsettur úr náttúrusteini og öðrum tilbúnum efnum. Hægt að ganga frá ýmsum útfærslum sem passa fullkomlega með innréttingum frá okkur. Litavalið í þessu efni er fjölskrúðugt. Samsetning þar sem samskeyti sjást ekki skapa nútímalega upplifun. Engin bakteríumyndun né blettamyndun getur orðið þar sem efnið er fullkomlega rakaþolið.  Kostirnir liggja einnig í möguleikum á viðhaldi Dura-steinsins ef þörf er á slíku.

Hitameðhöndlaðar 10mm þykkar HPL harðplast borðplötur eru úr mjög slitsterku samsettu efni úr plast- og pappaefnum. Þessar borðplötur eru þunnar, ónæmar fyrir raka og henta vel í nútímaleg og lítil rými. Þar sem þær eru aðeins 10mm þykkar eru þær hentugar til að spara pláss, við gluggasyllur eða tengja saman innréttingar og einnig er hægt er að fella vaskinn inn í borðplötuna. Þessar borðplötur bjóða upp á mikið úrval af litaafbrigðum og mynstri.

40 mm spónaplötur með harðplasthúðun er vel þekkt og sígild lausn. Um er að ræða 40 mm spónaplötur húðaðar með 0,6-0,8mm þykku harðplasti sem þægilegt er að þrífa og ganga um.  Þessar borðplötur eru ódýr og hagkvæmur kostur.

Við kynnum einnig „Dekton® by Cosentino“ sem einstakt efni með mjög sérstæða eiginleika vegna styrk- og þéttleika. Dekton er flókin blanda kvartz- porselínefna og glers og þróun þess miðaðist að því að vera einstök lausn í innréttingaframleiðslu með arkitektúr og hönnun að leiðarljósi á heimsvísu. Tæknilegir eiginleikar þess eru einstakir gagnvart viðnámi við útfjólubláum geislum og það er fullkomlega rispu- og blettaþolið. Það er líka mjög hitaþolið gagnvart heitum pottum og pönnum og fullkomlega vatnsþolið. Niðurstaðan er mjög endingargott efni, viðhaldsfrítt og hægt í raun að nota hvort sem er úti eða inni auk þess að vera höggþolið.

Kvarts borðplötur eru úr 90% náttúrulegum kvarts steini og annað úr gleri, marmara og bindiefnum. Kvarts borðplöturnar eru ónæmar fyrir höggum, rispum eða blettum. Framleiðsla þeirra byggir á hátækniaðferðum sem miðast að því að auðvelda þrif og styrkja yfirborð borðplötunnar sem mest. Kostirnir liggja einnig í  margvíslegum útfærslur í litum, litatónum og fjórum gerðum áferðar.

Í bæklingi og á vefsíðu okkar er lauslega farið yfir efniseiginleika skápahurða, skúffuhurða og borðplatna. Mælt er með því að velja fyrst skápa- og skúffuhurðir m.t.t. efnis og útlits því sú ákvörðun mótar framhaldið. Val á borðplötum er  ekki eins bindandi ákvörðun og hægt að fara margar leiðir með tilliti efnis og litavals.