Uppbygging vefsíðunnar og innihald hennar byggir á hefðbundinni notkun á vafrakökum og annarri tækni. Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna hér.

Við höfum þegar farið yfir hvernig best er að raða niður svæðum eldhússins. Nánari upplýsingar um þetta atriði er fáanlegt í þessum bæklingi sem unninn af okkur.

Núna viljum við nota tækifærið og kynna fyrir þér mismunandi útfærslur varðandi uppröðun (layout) eldhúsinnréttinga.  Uppröðun eða Innra skipulag ræður miklu um heildarútlit eldhússins. Gott er að fara yfir helstu útfærslurnar og það mun hjálpa þér að velja þá uppröðun (layout) sem þér líkar best og fellur að þínu heimili. Hægt væri að raða upp innréttingum skv. neðangreindu.

L formos virtuvė
L-laga eldhúsinnrétting
U formos virtuvė
U-laga eldhúsinnrétting
Lygiagretūs baldai
Eldhúsinnrétting í tveimur röðum
Virtuvė su baru
Eldhúsinnrétting með innbyggðri eyju eða bar
Tiesi
Eldhúsinnrétting í einni röð
Virtuvė sala
Eldhúsinnrétting með eyju

 

Það er ekki hægt að láta allar eldhúsinnréttingar falla undir aðeins eitt þessara sex möguleika. Flest þeirra er hægt að raða á annan hátt, sem leiðir til margra afbrigða. Til dæmis, L-laga eldhús hentar vel með eyju eða þá gæti L-laga eldhús verið með viðbót í beinni línu o.s.frv.  Einföld röð eldhússkápa þar sem hugað er vel að eldunar-, uppvöskunar- og vinnusvæði verður oftast valið í minni rýmum.  Hins vegar er alltaf hægt að hanna nauðsynlegar innréttingar og heimilistæki þannig að þau passi fullkomlega, jafnvel í litlu herbergi.   Til að styðja þetta er nú auðvelt að fá minni helluborð og uppþvottavélar.

Hins vegar, ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi eldhúsuppsetningar, er alltaf betra að hafa samráð við fagfólk, sem mun aðstoða við að hanna rétt form. Það fer oft eftir:

  • sérstökum kröfum notanda,
  • eldhústeikningu,
  • herbergisstærð,
  • og uppsetningu í herberginu.

Fyrir stærri fjölskyldur er þægilegt að hafa þvottaaðstöðu nálægt eldhúsinu svo auðvelt sé að sinna þvotti á fötum og frágangi á hreinum þvotti.

Uppröðun svæða í eldhúsinu miðast allt við að þú getir á sem auðveldastan hátt,  geymt, kælt, eldað/hitað og sinnt uppvaski. 

 

Þannig er eldhúsinu er skipt upp í svæði út frá hlutverki

  • Hirslur (fyrir matvæli, minni heimilistæki og leirtau),
  • vinnusvæði (til að undirbúa matargerð),
  • eldunar- og baksturssvæði (með viftu),
  • hreinsunarsvæði (vaskur, uppþvottavél),
  • svæði til að matast eða fá sér snarl,
  • svæði eða herbergi fyrir heimilisstörf (það er mjög þægilegt að hafa rými nálægt eldhúsinu fyrir önnur heimilisstörf. Hér gætir þú geymt hreinsivörur og tæki, matvæli með langt geymsluþol sem henta vel til geymslu o.s.frv.)

Eldhúsrýmið

Þegar verið að skipuleggja nýja innréttingu í eldhús þarf að huga að mörgum þáttum, s.s gólfflatarmáli, veggjum, skápafestingum og hvort eitthvað annað eigi að festa upp. Jafnframt þarf að huga að legu og staðsetningu glugga og ofna.  Taka þarf mið af vinnuhagræðingu við eldamennsku og því að matreiðsla og eldhússtörf verði ánægjuleg upplifun. Huga þarf einnig að hurðum, hvernig þær opnast, gluggasyllum og hvernig þetta tengist allt ítarlegri skoðun á flatarmáli gólfs og veggja. Þannig grundvallast möguleikarnir og útfærslunar á stærð þess rýmis sem er fyrir hendi.

Eðli málsins samkvæmt þá er fjölskyldustærð viðkomandi heimilis lykilatriði varðandi val á innréttingu.  Margir þættir ráðast af því hversu margir nota eldhúsið. Ráðgjöf um hönnun á eldhúsi fyrir stóra eða vaxandi fjölskyldu væri töluvert öðruvísi en ef um væri að ræða eldhús fyrir einn einstakling. Þess vegna þyrfti sérfræðingur í eldhúshönnun að bera saman rýmið í heild með hliðsjón af þörfinni fyrir áætlaða innréttingu og tæki. Hönnunin þarf þannig alltaf að taka mið af óskum viðskiptavinarins.

 

Athafnasvæði í eldhúsi

Það þarf að vera þægilegt að athafna sig og vinna í eldhúsinu, án þess að þurfa að beygja sig eða finnast að sér þrengt.  Almenna reglan er að halda 120 cm bili á milli aðskildra eldhúseininga.  Að því að gefnu að dýpt innréttingarinnar sé stöðluð 60cm þá má segja að æskileg lágmarksbreidd eldhúss sé 240cm.

 

Grunninnréttingin

Grundvallaratriði í sérhverri innréttingu liggja venjulegast við lengsta vegginn í eldhúsinu.  Vatnslögn og frárennsli þarf fyrir vaskinn og uppþvottavélina, raflögn (eða gaslögn) eftir því sem við á þarf fyrir eldavélina og bakaraofninn og ekki má gleyma loftræstingunni.  Um þessi nauðsynlegu tæki og/eða fyrirkomulag snýst grunninnréttingin.  Fyrir rétthenta með vinnuhagræðingu að leiðarljósi mælum við með röðun frá vinstri til hægri:

  • Pottar, pönnur og áhöld.
  • Vaskur
  • Borðplata
  • Eldavél
  • Geymslusvæði (skápar/skúffur)

Fyrir örvhenta má hafa þetta í öfugri röð ef hægt er að koma því við. Skynsamleg uppröðun samkvæmt ofangreindu kemur í veg fyrir tvíverknað og tafir svo sem að skipta þurfi um hendur við frágang eða tiltekt og þannig komið í veg fyrir óþarfa hreyfingar fram og til baka. 

Við höfum sett fram ákveðin viðmið varðandi lengd grunninnréttingar.

  • 60 cm þarf fyrir áhöldin og borðplötu til að þurrka áhöld, potta og pönnur.  Uppþvottavélin gæti verið staðsett þarna líka.

  • 80-120 cm þarf fyrir vaskinn.
    Fyrir tvöfaldan vask þarf allt að 120cm en þó er þörfin fyrir tvöfaldan vask að minnka samfara aukinni notkun á uppþvottavélum.  Til að spara rými er 80 cm vasksvæði hentugt þar sem um er að ræða nk. 11/2 vask þar sem minni vaskurinn vinnur á úrgangi.

  • 60-100 cm þarf fyrir eldavélina.
    Það svæði sem eldavélin þarf fer eftir vali á eldavél. Hefðbundin útfærsla er helluborð með fjórum hellum, en margir kjósa minni útfærslu með tveimur hellum. Fyrir ofan eldavélina þarf að skipuleggja rými fyrir loftræstibúnað en huga þarf að því að maður reki sig ekki í háfinn eða loftræstibúnaðinn. 

  • Pláss fyrir matvæli og ílát 30-60 cm.
    Lágmark er að hafa 30cm fyrir bökunarvöru og aðra matvöru. Meira rými fyrir matvæli er þægilegra. Þannig má segja að þegar öllum þessum þáttum er úthlutað lágmarksrými, er lágmarkslengd grunninnréttingar 270-290 cm fyrir aðalatriðin.  Vera má að lögun rýmisins kalli á aðrar útfærslur s.s út fyrir horn o.s.frv. Reikna þarf með plássi fyrir ísskáp og önnur minni raftæki sem þurfa borðpláss.

 

Geymslustaður

Þegar aðalskipulag innréttingarinnar liggur fyrir er hægt að huga að frekari uppröðun á skápum fyrir leirtau og önnur matvæli.  Til að auka geymslurými má lengja innréttinguna með grunnskápum með borðplötum og veggskápum til samræmis við þörf og útlit. Sérstökum skápum, til dæmis skápum fyrir matvinnsluvél eða anna búnað eða hillur fyrir krydd, verður að raða þannig að auðvelt sé að ná til þeirra.  

Við deilum nokkrum nauðsynlegum reglum við að hanna þægilegt og hagnýtt eldhús, eldhúshönnuðir okkar eru ávallt hér til að bjóða faglega ráðgjöf og nákvæmar leiðbeiningar.