Uppbygging vefsíðunnar og innihald hennar byggir á hefðbundinni notkun á vafrakökum og annarri tækni. Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna hér.

Val á nýrri eldhúsinnréttingu byrjar á hversu miklum fjármunum þú vilt kosta til. Gera skyldi ráð fyrir ákveðinni upphæð í eldhúsinnréttinguna sem má hækka eða lækka eftir þörf og getu. 

Til að auðvelda þér þetta val er gott að hafa verð á nokkrum staðalinnréttingum til hliðsjónar. Verðið fer aðallega eftir stærð eldhússins, efnisvali og hönnun. Þó getur verð á svipuðum innréttingum verið nokkuð mismunandi. Berum saman tvær vinsælar útfærslur.

PEACH - DÆMIGERÐ HÖNNUN

2996 EUR

Lengd eldhússins: 3300 cm.                                                                                                                                                                                                                                  
Skápurinn og skápahurðirnar eru sprautulakkaðar harðtexplötur (háglans).
Skáparammar eru úr 18 mm lameneruðum spónaplötum með viðaráferð (LMDP), 0,4 mm PVC límborða til að ganga frá skáparönd. Sýnilegu hliðarnar á skápunum eru eins og framhliðarnar.
Borðplatan er 40 mm harðtex plata , húðuð með harðplasti með ákveðinni áferð.
Brautir: BLUM Tandembox með stoppara.
Hurðarlamir: BLUM (mjúk lokun).

 

POMEGRANATE – DÆMIGERÐ HÖNNUN 

3995 EUR

Lengd eldhússins: 3350 cm.                                                                                                                                                                                                            
Framhliðar þe. Skáphurðir og skúffur eru úr gegnheilum viði.
Skáparammar eru úr 18 mm harðplasthúðuðum spónaplötum úr við (LMDP), 0,4 mm PVC límborða til að ganga frá skáparönd. Sýnilegu hliðarnar á skápunum eru eins og framhliðarnar.
Borðplata: H-40 mm ljós  Akrílsteinn.
Handföngin eru bronslituð úr málmi.
Brautir: BLUM Tandembox með stoppara.
Hurðarlamir: BLUM (mjúk lokun).



 

Þessar tvær innréttingar eru svipaðar að stærð en verðið mismunandi. Verðmunurinn liggur I efnisvalinu. Framhliðarnar í “Pomegranate“ vörulínunni eru úr gegnheilum viði og því henta þær betur fyrir heimili í klassískum stíl. Þessi innrétting myndi passa vel við antík húsgögn eða innanhúss hönnun í þannig stíl. „Peach“ innréttingin er búin til úr ódýrari efnum þ.e. sprautulökkuðum harðtexplötum. Hún hentar vel t.d. í litlum eldhúsum í mínímalískum og nútímalegum stíl. Fleira getur haft áhrif á verðið s.s. val á borðplötum, handföngum, eru skúffur í sökklum o.s.frv. Við reynum eftir fremsta megni að aðlaga eldhúsið að þínum þörfum og óskum.

Heildarkostnaður við innréttinguna snýst ekki bara um efnisval heldur þarf að taka tillit til annarra þátta s.s. breytinga á vatnsinntaki, raflögnum og annarrar viðhaldsvinnu. Vinna við málun, endurnýjun gólfefna, tilfærsla á vaski eða uppþvottavél, allt kostar þetta og þarf að taka tillit til í kostnaðaráætluninni. Innbyggð heimilistæki eru yfirleitt dýrari kostur en geta verið mjög falleg lausn. 

Sérfræðingar okkar eru ávallt tilbúnir að hanna, framleiða og setja upp eldhús sem er sérsniðið fyrir þitt heimili. Mikilvægast er að Voke3 mun ávallt leitast við að  uppfylla þarfir þínar varðandi innréttinguna sjálfa og fara fram úr væntingum viðskiptavinarins þegar kemur að kostnaði.