Uppbygging vefsíðunnar og innihald hennar byggir á hefðbundinni notkun á vafrakökum og annarri tækni. Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna hér.

Framleiðendur eldhúshúsinnréttinga eru stöðugt að reyna að fylgjast með þróun nútímans. Á hverju ári koma til sögunnar ný efni sem hafa einstaka eiginleika, endurbættir aukahlutir, ýmsar nýjungar og  og óvæntar lausnir fyrir eldhús, auk varanlegra breytinga á hönnun.

Það reynist æ erfiðara að hafa „puttann á púlsinum” ef maður er ekki sérfræðingur. Það er flókið að hanna eldhúsinnréttingar sem uppfylla nútímakröfur og bera vott um framfarir í hönnun. Hönnunarferlið verður auðveldar og tekur skemmri tíma ef “heimavinnan” er unnin áður.


Gott er að hafa svörin við eftirfarandi spurningum í huga þegar þegar þú mætir í sýngingarsalinn:

 • Hvað eruð þið mörg í fjölskyldunni og mun það breytast á næstunni?
 • Á hvaða aldri eru börnin þín?
 • Hversu oft verður eldaðí eldhúsinu?
 • Nota fleiri en einn eldhúsið samtímis?
 • Hvernig myndir þú vilja skipuleggja vinnusvæði eldhússins?
 • Hversu mikið rými þurfa þeir sem nota eldhúsið?
 • Verður maturinn oft borðaður í eldhúsinu?
 • Hve margir munu borða saman við eldhúsborðið?
 • Hvað annað en matreiðsla fer fram í eldhúsinu (heimsóknir, sjónvarsáhorf, þvottur, slökun, straujun, gæludýrafóðrun)?
 • Er hægt að auka eldhúsrýmið á heimilinu?
 • Er þörf fyrir betri lýsingu í eldhúsið?
 • Hvaða heimilistæki ætlar þú að kaupa og verða þau innbyggð í innréttinguna?
 • Hvaða heimilistæki áttu nú þegar og hvaða tæki ætlar þú að kaupa til viðbótar?
 • Hversu margar vörtegundir ætlar þú að geyma í eldhússkápunum?
 • Hvernig eru lagnirnar í eldhúsinu (rafmagnstengi, vatnslagnir, niðurfall, loftræsting)?
 • Getur þú fært til lagnir í eldhúsinu ef þörf er á?
 • Hver er hæðin á gluggakistunum?
 • Hefur eldhúsið þitt óhefðbundin horn, veggskot eða súlur og hvernig viltu vinna með það?
 • Hvort ertu meira fyrir klassískan eða nútímlegan stíl?
 • Hvernig lit viltu á eldhúsinnréttinguna þína?

Með þessar upplýsingar í handraðanum geta sérfræðingar okkar bent þér á innréttingu sem mætir vinnu- og fagurfræðilegum kröfum þínum.